Vefútgáfa Lundúnablaðsins The Times hefur nú í fyrsta skipti farið fram úr prentútgáfunni í fjölda áskrifenda.

Vefútgáfa The Times er aðeins opin borgandi áskrifendum, en flestum þótti mikið óráð þegar útgefandinn Rubert Murdoch tók þá ákvörðun 2010 að læsa vef blaðsins.

Samtals eru borgandi áskrifendur The Times (og helgarútgáfunnar The Sunday Times) nú liðlega 500.000. Þetta er talið til marks um að tekjumöguleikar fjölmiðla á netinu kunni að vænkast