Veiði hófst í Elliðavatni í gærmorgun. Í vatninu veiðist töluvert af silungi á hverju ári. Undanfarin ár hefur uppistaðan í veiðinni verið urriði því bleikjan hefur átt undir högg að sækja. Á hverju ári veiðast einnig tugir laxa í Elliðavatni en það eru fiskar sem veiðimenn ættu helst að sleppa enda eru þeir að nálgast hrygningarsvæðin sín þegar þeir eru komnir alla þessa leið.

Eins og flestir vita er Elliðavatn nú komið inn í Veiðikortið. Vatnið er sannkölluð paradís veiðimannsins og skiptir þá engu hvort viðkomandi er byrjandi eða þaulvanur fluguveiðimaður.