Heildar álögð veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2014/2015 voru 7,7 milljarðar króna. Þau voru 9,2 milljarðar fiskveiðiárið i fyrra og 12,8 milljarðar á árinu þar áður. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu .

Almennt veiðigjald sem hefur verið lagt á frá árinu 2004/2005 nam 4,6 milljörðum króna og sérstakt veiðigjald sem lagt hefur verið frá 2012/2013 nam 3,1 milljarði króna. Mestu munar um lækkun á sérstaka veiðigjaldinu en það var 4,8 milljarðar í fyrra og 8,1 milljaður árið áður.

Fyrirtæki í Reykjavík greiða mest í veiðigjöld, eða um 1,6 milljarð. Vestmannaeyjar greiða næst mest 1,5 milljarð og Akureyri er í þriðja sæti með 780 milljónir.