Veiking krónunnar síðan í september í fyrrahaust hafa valdið því að skuldir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í erlendri mynt hækka um 7,3 milljarða króna.

Morgunblaðið hefur eftir Haraldi Flosa Tryggvasyni, stjórnarformanni OR, að verði gengið veikt fram á vor geti það verið slæmt fyrir fyrirtækið enda stórir gjalddagar framundan. Hann bendir á að gengissveiflur hafi áhrif á vísitölu neysluverðs sem leiði til hækkunar innanlands. Í því felist nokkurs konar gengisvörn fyrir OR.

Eftirstöðvar vaxtaberandi skulda OR voru 222,237 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Þar af voru skuldir í erlendri mynt 184,930 milljarðar króna og um 80,4 milljarðar í evrum.Kaupgengi evru 28. september sl. var 159,52 krónur en var 170,61 króna í gær og leiðir það til þess að skuldir í evrum hækka um 5,59 milljarða króna, í alls 86 milljarða króna.áhrif á vísitölu sem aftur leiði til verðhækkana innanlands.

„Það er auðvitað óheppilegt fyrir almenning að gengisþróun skuli þrýsta vona á hækkanir,“  segir Haraldur Flosi.