*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Erlent 30. júní 2020 11:55

Veita meiri fjárhagsaðstoð en þörf er á

Um 670 milljörðum dollara var veitt í fjárhagsaðstoðina PPP, umsóknarfrestur rennur úr á næstunni en 134 milljarðar eru ónýttir.

Ritstjórn
Donald Trump er forseti Bandaríkjanna.
epa

Fyrir tæplega þremur mánuðum var PPP fjárhagsaðstoðin (Paycheck Protection Program) í Bandaríkjunum sett á laggirnar. Nú þegar umsóknarfrestur rennur út næstkomandi þriðjudag eru 134 milljarðar dollara ónýttir. Um 670 milljörðum Bandaríkjadollurum var varið í verkefnið og var tilgangur þess var að veita litlum fyrirtækjum lán sökum áhrifa af COVID-19. Frá þessu er greint á vef The Wall Street Journal.

Það er því líklegt að yfirvöld muni hafa töluvert fjármagn afgangs en ekki liggur fyrir hvernig því verður varið. Ein hugmynd væri að veita einungis enn smærri fyrirtækjum, þeim sem eru með 100 starfsmenn eða færri, fjármagnið en núverandi aðstoð nær til fyrirtækja með 500 eða færri starfsmenn.

„Mörg lítil fyrirtæki munu halda áfram að berjast í bökkum á komandi vikum og mánuðum. Hvert fyrirtæki sem okkur tekst að koma í veg fyrir að fari í gjaldþrot mun vera í stöðu til þess að skapa starfstækifæri þegar efnahagurinn nær bata,“ segir Ben Cardin, öldungadeildarþingmaður demókrata og meðlimur í þingnefnd sem fjallar um málefni smárra fyrirtækja.

Stikkorð: fjárhagsaðstoð PPP COVID-19