Félagarnir Valgarð Sörensen og Hallur Dan Johansen hyggjast skipta upp veitingaveldi sínu. Hamborgarabúllan í London hefur gengið vel og telja þeir þörf á að annar þeirra fylgi staðnum eftir í stórborginni. Þannig skoða þeir nú húsnæði í London með stækkunarmöguleika í huga. Þeir Valgarð og Hallur Dan eiga saman Laundromat og Úrillu górilluna sem nú er rekin bæði í Grafarvogi og í Austurstræti. Þeir opnuðu að auki Hamborgarabúlluna í London síðastliðið sumar. Óhætt er að segja að veldi þeirra hafi vaxið hratt en aðeins eru tæp tvö ár liðin síðan Laundromat opnaði í miðbæ Reykjavíkur.

„Það virðist vera hálfgert hamborgaraæði þarna úti svo að við hittum á góðan tíma,“ segir Valgarð.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.