Þegar Arsenal flutti á hinn nýja og glæsilega Emirates-völl árið 2006, var gamla vallarstæðið, Highbury, nýtt í íbúðaþróun. Á Highbury Square-svæðinu eru nú nánast reiðurbúnar 711 íbúðir af ýmsum stærðargráðum. Íbúðirnar munu kosta á bilinu 250.000 pund til hálfrar annarrar milljónar punda. Nú þegar ný leiktíð hefst á morgun vænta stjórnendur Arsenal þess að íbúðaþróunin muni taka að skila sér í kassann, en Arsenal hefur sniðið sér þröngan fjárhagslegan stakk á síðustu tveimur árum vegna umsvifanna.

Nú eru þó miklar blikur á lofti á breska húsnæðismarkaðnum, og vert að spyrja þeirrar spurningar hvort stjórnendur Arsenal hafi tekið ranga ákvörðun með því að ætla að fjármagna rekstur knattspyrnufélags með umsvifum alls ótengdum knattspyrnu.

Sumir gætu hætt við

Verkefnið er talið að minnsta kosti 300 milljóna punda virði og ætti að útvega Arsene Wenger, stjóra Arsenal, fjármuni til leikmannakaupa og annars slíks. Arsenal hefur þurft að greiða háar fjárhæðir á hverju ári til að standa undir greiðslum af Emirates-vellinum, og fjármunir til leikmannakaupa því verið af skornum skammti. Nú velta menn í Englandi hins vegar upp þeirri spurningu hvort fallandi fasteignaverð og lakari aðgangur fólks og fyrirtækja að fjármagni muni ekki hafa áhrif á arðbærni Highbury Square-verkefnisins.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .