Hæstiréttur dæmi í gær í tveimur málum er varða þrotabú Móa hf. Annars vegar var um að ræða kröfu Matfugls ehf. upp á 30 milljónir króna sem fyrirtækið vildi fá samþykkt sem kröfu í þrotabúið. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og hafnaði kröfu Matfugls. Krafan kemst því ekki að við skipti á þrotabúi Móa hf. Hins vegar voru tekin fyrir tvö mál er vörðuð skuldabréf í eigu KB banka en þau voru áður í eigu Búnaðarbanka Íslands, viðskiptabanka Móa. Skiptastjóri hafði hafnað þeim sem veðkröfum en undirréttur úrskurðað að honum bæri að taka þau undir skiptin sem veðkröfur. Hæstiréttur staðfestir þá niðurstöðu héraðsdóms eins og kemurfram í Viðskiptablaðinu í dag.

Annað bréfið að fjárhæð 75 milljónir króna en hitt upp á 52,7 milljónir króna. Í seinna tilvikinu var tekist á um það hvort að nauðsynlegt hefði verið að þynglýsa tryggingabréfi upp á nýtt vegna samruna skyldra fyrirtækja. Svo taldi Hæstiréttur ekki vera og í niðurstöðu réttarins segir: "Lög standa því ekki til þess að nauðsynlegt hafi verið að láta þinglýsa tryggingarbréfi nr. 7919 að nýju við samrunann og flutninginn í annað þinglýsingaumdæmi þótt fallast megi á að það hefði verið öruggara með tilliti til viðskiptalífsins, eins og hér stóð á."