Óhætt er að segja að uppgjör Vodafone sem birt var í gær hafi farið vel í fjárfesta. Velta með bréf fyrirtækisins nam 329 milljónum króna og hækkaði gengi bréfa um 4,67%. Einnig voru mikil viðskipti með bréf í N1 eða fyrir 252 milljónir króna.

Samkvæmt ársreikningi Vodafone jókst hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári um 112%. Hann nam 847 milljónum króna en var 400 milljónir í fyrra.

Hagnaður N1 nam aftur á móti tæpum 638 milljónum króna á síðasta ári. Þetta er talsverður samdráttur á milli ára en hagnaður félagsins nam rúmum 1.190 milljónum króna árið 2012. Samdráttur í hagnaði er fyrst og fremst skýrður með miklum kostnaði vegna skráningar.