Lúðvík Elíasson, aðalhagfræðingur MP banka, hélt fyrirlestur í fundarsal Seðlabanka Íslands síðastliðinn þriðjudag. Þar fjallaði hann um peningastefnu Seðlabankans fyrir hrun.

Lúðvík gagnrýndi Seðlabankann meðal annars fyrir veðlán til bankanna og smærri f jármálafyrirtækja, sérstaklega Icebank, sem voru milliliðir í viðskiptunum fyrir stóru bankana.

Hann sagði að vöxtur endurhverfra viðskipta hafi verið hömlulaus og vilji Seðlabankans til að lána bönkunum út á skuldaviðurkenningar hafi verið of mikill. Stefna Seðlabankans hafi verið að draga úr þenslu en á sama tíma hélt hann stöðugt áfram að auka lausafé í umferð með endurhverfum viðskiptum.