Tveir af sjö mönnum í framkvæmdaráði Pírata verða valdir af handahófi úr félagatali á fyrsta aðalfundi flokksins. Fundurinn verður haldinn í Hörpu á morgun.

Í tilkynningu sem flokkurinn sendi fjölmiðlum segir að kosið verði og slembivalið í framkvæmdaráð flokksins sem telur 7 manns.  Tólf bjóða sig fram í þau 5 framkvæmdaráðssæti sem kosið er í á fundinum, á meðan tveir eru valdir af handahófi úr félagatali, sem telur í dag rúmlega 480 manns.

Píratar benda á að þeir hafi náð töluvert góðum árangri hér á landi. Íslensku Píratarnir séu þeir fyrstu til að ná fulltúum inn á þjóðþing. Píratar í Tékklandi hafi verið næstir á eftir en þeir hafi náð einum manni inn í Öldungadeild tékkneska þingsins nú í vor.