*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Innlent 6. október 2019 15:04

Velja óverðtryggt á breytilegum vöxtum

Minni óvissa í hagkerfinu eftir fall WOW air og kjarasamninga hefur haft töluverð áhrif á val lántakenda.

Ástgeir Ólafsson
Haraldur Guðjónsson

Eins og fjallað var um í gær hefur hlutfall verðtryggingar í nýjum húsnæðislánum dregist töluvert saman á síðustu misserum. Þegar litið er til hvernig þróunin hefur verið eftir flokkum lána það sem af er ári sést greinilega að minni óvissa í hagkerfinu eftir fall WOW air og kjarasamninga hefur haft töluverð áhrif á val lántakenda.

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins stóðu óverðtryggð lán á föstum vöxtum undir ríflega helmingi nýrra lána og voru lán á föstum vöxtum um tveir þriðju hlutar þeirra en hrein ný lán á tímabilinu námu um 39,1 milljarði króna. Frá maí til ágúst snerist staðan hins vegar við en þá voru 56,1% nýrra lána óverðtryggt á breytilegum vöxtum auk þess sem verðtryggð lán á breytilegum vöxtum stóðu undir ríflega fjórðungi. Hrein ný lán á tímabilinu námu samtals tæplega 43,1 milljarði króna. Verðtryggð lán á föstum vöxtum stóðu nánast í stað milli tímabilanna en verðtryggð lán á föstum vöxtum fóru úr því að vera ríflega helmingur yfir í að vera einungis um 2,9% og hafa raunar verið neikvæð síðustu þrjá mánuði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér