Íslenska krónan stóð nokkurn veginn í stað á móti evru frá miðjum júní fram í miðjan júlímánuð og viðskipti voru afar lítil. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans .

„Íslenska krónan stóð nokkurn veginn í stað á móti evru frá miðjum júní fram í miðjan júlímánuð og viðskipti voru afar lítil. Um miðjan júlí tók krónan að styrkjast og fór evru/krónu krossinn lægst í 134,55 í lok mánaðarins eftir að hafa farið hæst í 141,8 um miðjan júlí," segir í Hagsjánni.

Veltan á gjaldeyrismarkaði í júlí var svipuð og í júní. Nær öll veltan í júlí var á seinni helmingi mánaðarins.