Verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 2,6% og hefur ekki verið lægri frá því í apríl 2004 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Munar þar miklu um húsnæðisliðinn í vísitölu neysluverðs en án þess liðar mælist hún 3,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,8% sem jafngildir 3,2% verðbólgu á ári, að því er segir í frétt á vefsíðu Hagstofu Íslands sem birt var í morgun.