Verðbólga fer vaxandi í Bretlandi samkvæmt nýrri mælingu sem greint var frá í gær. Í febrúar var verðbólga á ársgrundvelli 2,8% og hafði aukist um 0,1 prósentustig frá því í janúar, nokkuð yfir opinberu verðbólgumarkmiði Englandsbanka sem er 2%.

Þessi þróun hefur gert það að verkum að miklar líkur eru núna taldar á stýrivaxtahækkun hjá bankanum á næstunni.