Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,47% milli febrúar og mars og ársverðbólga mælist því 8,7% eins og greint var frá í morgun.

Greiningadeildir bankanna voru nokkuð samhljóma en spáðu þó allir mismunandi hækkun vísitölu neysluverðs og þar rmeð mismunandi verðbólgu í mars.

Þannig spáði Glitnir því að ársverðbólga yrði 8,4%. Landsbankinn bjóst við 8,5% og Kaupþing 8,6%

Á myndinni hér til hliðar má sjá verðbólguspár greiningadeilda bankanna og síðan verðbólguna í mars merkta með rauðu.

Við spáðum 1,2% hækkun. Flestir liðir hækkuðu meira en við gerðum ráð fyrir en þó ekki allir. Helstu liðir sem hreyfðu að þessu sinni vísitöluna voru kostnaður vegna bifreiðar, kostnaður vegna eigin húsnæðis og verð á fótum og skóm. [...] Verð á matvörum hækkaði minna en við gerðum ráð fyrir og því er líklegt að sú hækkun frestist bara um mánuð,“ segir Morgunkorni Glitnis.

Greining Glitnis spáir 10% verðbólgu í apríl

„Reikna má með því að verðbólgan fari nálægt 10% í næsta mánuði. Við eigum þó von á að sá verðbólgukúfur sem við stöndum frammi fyrir sé tiltölulega skammvinnur og að draga muni úr verðbólguhraðanum á síðari hluta þessa árs og að 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans muni nást upp úr miðju næsta ári,“ segir í Morgunkorni.