Verðbólga í Bretlandi mælist 2,0% á ársgrundvelli, sem er jafnt verðbólgumarkmiði Englandsbanka, en hafði mælst 1,9% undanfarna mánuði, segir greiningardeild Landsbankans.

Hækkunin kemur á óvart því flestir áttu von á að verðbólga héldist óbreytt. Helstu hækkanir voru á verði tölvuleikja og bóka.

Skiptar skoðanir eru um það hvort bankinn breyti stýrivöxtum sínum á næstunni en þeir hafa verið 4,5% síðan í ágúst síðastliðnum.