Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist 4,5%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,5% en án húsnæðis mælist hún um 5,8%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan lækkað um 0,7%. Það jafngildir 2,9% verðhjöðnun á ári.

Í frétt Hagstofunnar segir að sumarútsölur hafi að nokkru leyti gengið til baka og verð á fötum og skóm hækkað um 4,6%.

Miðað við verðlag í ágúst er vísitala neysluverðs 362,6 stig og hækkaði um 0,25% frá fyrri mánuði.