Seðlabanki Englands spáir því að verbólga verði yfir 2% markmiði bankans til árisins 2009, jafnvel þó bankinn hækki stýrivexti einu sinni enn, segir í frétt Dow Jones.

Í verðbólguspá bankans segir að verðbólgan muni aukast hraðar á næstu misserum, en nálgast aftur verðbólgumarkmiðið árið 2007.

Greiningaraðilar vænta þess að stýrivextir bankans verði hækkaðir í 5% fyrir þriðja ársfjórðung 2007. Það mun þó ekki duga til að ná verðbólgunni niður fyrir markmið bankans, segir í fréttinni, því mun seðlabankinn þurfa að hækka stýrivexti yfir 5% ef markmiðið á að nást.