Verðbólguáhrif á uppgjör Glitnis á öðrum ársfjórðungi nema 6,5 milljörðum, að því er kom fram í fyrirspurnatíma eftir afkomukynningu bankans í morgun.

Glitnir gerir þó gengishagnað vegna lækkunar íslensku krónunnar upp með öðrum hætti en Landsbankinn og Kaupþing. Glitnir færir gengishagnaðinn í gegnum efnahagsreikning, og nemur hagnaður færður yfir á eigið fé 40 milljörðum króna fyrir skatta á fyrri helmingi ársins. Að sögn stjórnenda bankans er þessi hátturinn hafður á til að afkoma bankans endurspegli betur afkomu grunn- og kjarnastarfsemi hans.

Vaxtatekjur eru stór hluti hagnaðar tímabilsins, sem var í samræmi við væntingar greiningaraðila. Vaxtatekjur námu 17,8 milljörðum króna króna á öðrum fjórðungi, sem tæplega þriðjungsaukning frá fyrsta fjórðungi ársins.

Hagnaður bankans fyrir skatta var hinn sami á fyrstu tveimur fjórðungum ársins. Einskiptisleiðrétting vegna afturvirkra skattalaga ýtir hagnaði eftir skatta á öðrum fjórðungi þó upp.