Í ljósi mikillar hækkunar fasteignaverðs undanfarna mánuði hefur greiningardeild Landsbankans endurskoðað verðbólguspá sína fyrir yfirstandandi ár. Við reiknum með að á næstu mánuðum hægist um á fasteignamarkaði og að áhrif sterkara gengis komi smátt og smátt fram eftir því sem líður á árið. Við spáum því að verðbólgan lækki niður í 4% um mitt þetta ár og síðan enn frekar í árslok. Þessi spá felur í sér 3½% verðbólgu frá upphafi til loka þessa árs og um 4% verðbólgu milli ára.

"Spá okkar um stýrivexti stendur óbreytt, en við eigum von á að vextir verði hækkaðir í 10% fyrir haustið," segir í í nýju riti greiningardeildar Landsbankans um ástand og horfur í efnahagsmálum.