Greiningardeild Kaupþings banka spáir 0,8% hækkun á vísitölu neysluverðs í júní og mun 12 mánaða verðbólga því hækka í 7,8%. Þetta kemur fram í nýrri verðbólguspá deildarinnar.

Sérfræðingar KB banka benda á að hækkun á innfluttum varningi og hækkandi húsnæðisverð lmuni eggja mest til hækkunar á vísitölunni. Greiningardeild gerir ráð fyrir að húsnæðisliðurinn leggi til 0,25-0,30 prósentustig til hækkunar á vísitölunni að þessu sinni. Þá gerir bankinn ráð fyrir 2% hækkun á innfluttum vörum að þessu sinni sem mun hafa um 0,3% áhrif á vísitölu neysluverðs til hækkunar. Þá er talið að verð á þjónustu muni hæakka um 0,7%.