Velta í dagvöruverslun jókst um 4,8% á föstu verðlagi í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 4,8% á síðastliðnum 12 mánuðum. Þetta sýna tölur Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Sala áfengis jókst um 1,1% í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum varð samdráttur í veltu áfengis í ágúst 0,5% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 1,1% hærra í ágúst síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.

Fataverslun minnkaði um 0,7% í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi. Verð á fötum var 2,4% hærra í ágúst síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.

Velta skóverslunar jókst um 12,7% í ágúst á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Verð á skóm lækkaði í ágúst um 1,7% frá ágúst í fyrra.