Lítið er um sviptingar á fasteignamarkaði þessa mánuðina, veltan er nokkuð stöðug og verðhækkanir tiltölulega litlar, að því er fram kemur í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Fram kemur í Hagsjánni að fátt bendir til þess að húsaleiga sé að þróast með mikið öðrum hætti en kaupverð íbúða. Rifjað er upp að um mitt ár hafi farið að draga verulega sundur með leiguverði og kaupverði þar sem húsaleiga hafði hækkað mun meira en kaupverð íbúða. Leiguverð stóð þá í stað en fór svo að hækka á ný um síðustu áramót og hækkaði kaupverð hins vegar töluvert á seinni hluta síðasta árs. Um síðustu áramót hafi svo leiguverð og kaupverð hækkað jafn mikið. Engin merki hafi enn sem er komið fram að að fasteignamarkaður á höfuðborgarsvæðinu sé að taka meira við sér.

Hagfræðideildin segir verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hafði verið tiltölulega stöðugt síðustu mánuði þótt það hafi tekið kipp í maí. Verð á sérbýli hefur líka hækkað nokkuð síðustu mánuði. Vegna tiltölulega lítillar verðbólgu síðustu mánuði og hækkunar á húsnæðisverði hafi raunverð húsnæðis farið hækkandi. Raunverð sérbýlis er þó enn það sama og var í upphafi ársins 2011, að mati deildarinnar sem bendir á að það hafi ekki hækkað í eitt og hálft ár. Raunverð fjölbýlis hafi hins vegar hækkað um 5% á þessu tímabili.