Verðbólga á Spáni mældist 10,2% á ársgrundvelli í júní samanborið við 8,7% í maí. Er þetta í fyrsta skiptið síðan í apríl 1985 sem að verðbólga mælist yfir 10%. Fyrir höfðu sérfræðingar spáð 9% verðbólgu í júní. Reuters greinir frá.

Innrás Rússlands í Úkraínu hefur sett þrýsting á orku- og matvælaverð sem hefur knúið áfram þessa miklu verðbólgu en þar að auki hefur aukin neysla í kjölfar afléttinga á takmörkunum vegna Covid-19 faraldursins ýtt undir verðhækkanir.

Ríkisstjórn Spánar samþykkti um helgina aðra röð aðgerða, að andvirði 9 milljarða evra sem jafngildir 1.263 milljarða króna, til að aðstoða þá lægst launuðustu við að takast á við verðbólguna.