Verðbólga í Bretlandi fór úr 3% í apríl í 2,8% í nýliðnum mánuði. Hún hefur ekki verið lægri í tvö og hálft ár. Verðlækkun á matvöru og eldsneyti skýrir lækkunina að stórum hluta, að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC), sem bætir því við að niðurstaðan hafi komið nokkuð á óvart þar sem væntingar hafi verið um að verðbólga myndi haldast óbreytt á milli mánaða.

BBC hefur sömuleiðis eftir fjármálasérfræðingum, að verðlækkunin hafi skilað sér. Hins vegar megi gera ráð fyrir að verðbólga verði yfir 2,0% verðbólgumarkmiðum Englandsbanka, Seðlabanka Bretlands, út árið.