Verðbólga mælist 0,5% á evrusvæðinu um þessar mundir. Þetta er 0,2 prósentustiga lækkun frá í febrúar, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er meiri lækkun er reiknað var með en meðalspá Reuters hljóðaði upp á 0,6% verðbólgu. TIl samanburðar mælist 2,2% verðbólga hér á landi.

Fréttastofa Reuters segir að verðbólga hafi nú verið undir 1% í meira en hálft ár. Allt undir 1% er hættulegt, að sögn Reuters.

Rifjað er upp í umfjöllun Reuters um málið að evrópski seðlabankinn ætli að gera allt hvað hann getur til að koma í veg fyrir verðhjöðnun á evrusvæðinu.