*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 28. maí 2020 13:28

Verðbólga yfir markmiði Seðlabankans

Tólf mánaða verðbólga mælist nú 2,6% en var 2,2% í apríl og er því nú rétt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tólf mánaða verðbólga mælist nú 2,6% en var 2,2% í apríl og er því nú rétt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5%. Er þetta í fyrsta sinn frá því í nóvember sem það gerist. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu frá Íslandsbanka.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,54% í maí. Segir í greiningunni að mælingin sé nokkuð yfir spám greiningaraðila og muni þar miklu um að verð á bílum, húsgögnum, mat og drykkjarvörum hækkaði meira en vænst var. 

Þá segir jafnframt að útlit sé fyrir hóflegri verðbólgu á komandi ársfjórðungum.