Landsbankinn segir að janúarmæling vergrar neysluverðsvísitölu hafi komið nokkuð á óvart, með meiri lækkun heldur en opinberar spár bankans gerðu ráð fyrir, eða um 0,74%, á móti á bilinu 0,4 til 0,5%.

Ástæðan er sú að bæði flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira bankinn hafði búist við. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,1% vegna áhrifa vaxtabreytinga sem var ekki í samræmi við væntingar að því er segir í Hagsjá Landsbankans .

Verð bensíns og díselolíu lækkaði um 2,0% milli mánaða samkvæmt verðkönnun bankans, flugfargjöldin lækkuðu um 12,7% svo það var um 10% ódýrara að fljúga núna í janúar heldur en fyrir ári. Janúarútsölurnar á fötum, skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði voru þó svipaðar og síðustu ár.

Þrátt fyrir þetta er spá bankans um breytingu vísitölunnar óbreytt frá spá þeirra í janúar, það er að í mars hækki verg verðvísitala um 0,4%, í 1,8% ársverðbólgu, í apríl hækki hún um 0,3%, í 1,7% ársverðbólgu og loks standi verðvísitalan í stað í maí svo ársverðbólgan lækki í 1,5%.