Margar helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu í dag og hafa ekki verið lægri í tvo mánuði. Ástæðan er sögð óvissa um vilja og getu Evrópuríkja til að takast á við efnahagsvanda svæðisins. Dow Jones lækkaði um rúmlega 1% við fyrstu viðskipti í dag. Þá hefur evran lækkað gagnvart dollarnum og lækkuðu helstu vísitölur í London, Þýskalandi og Frakklandi einnig.

Þróun dagsins hefur verið tilfærsla í öruggari fjárfestingar. Vandi Grikkja við að mynda ríkisstjórn spilar þar einnig stór hlutverk og óttast margir að Grikkir muni að lokum neyðast til að segja sig úr evrusamstarfinu.