Aflaverðmæti íslenska fiskiskipaflotans jókst um 1,3 milljarða króna, 1,9%, á milli ára á fyrri helmingi ársins. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar. Þar segir að aflaverðmætið hafi verið 69,7 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs en 68,4 milljarðar í fyrra.

Botnfiskur er meginhluti aflaverðmætisins en heildarverðmæti botnfiskaflans var 48,4 milljarðar og dróst það saman um 2,3 milljarða á milli ára. Mestu munar þar um þorsk sem er helmingur botnfiskaflans að ,24,2 milljarðar. Verðmæti flatfiskafla nam 5,8 milljörðum króna og verðmæti uppsjávarafla jókst um 13,3 milljörðum og jókst um 20,4%