Kostnaður við störf sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar nemur samtals 4.018.910 króna. Þetta kemur fram í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar.

Kostnaðurinn skiptist þannig að utanaðkomandi sérfræðikostnaður við gerð viðauka við skýrsluna var 2.223.910 króna og vinna nefndarmanna 1.795.000 króna.

Þessu til viðbótar á eftir að koma utanaðkomandi sérfræðikostnaður sem áætlaður er um 800.000 krónur. Ekki liggja hins vegar á þessu stigi fyrir upplýsingar um viðbótarkostnað vegna vinnu nefndarmanna.