*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Erlent 20. febrúar 2018 10:49

Verður ekki eins og í Mad Max

Ráðherra segir að ekki þurfi að óttast að Bretland muni afnema réttindi verkamanna við útgöngu úr ESB.

Ritstjórn
David Davis og Michael Barnier eru fulltrúar Bretlands annars vegar og ESB hins vegar í viðræðunum um úrgöngu Bretlands úr sambandinu.
epa

David Davis, sérstakur ráðherra og samningamaður Bretlands vegna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu segir að hræðsluáróður um Bretland eftir útgöngu hafi ekkert til að byggja á.

Gagnrýnir Davis í ræðu sem birt hefur verið fyrir komandi fund hans með austurrískum viðskiptaforkálfum í Vínarborg þá sem segja að á Bretlandi muni verða löglaust engilsaxneskt kapphlaup til lægstu réttinda fyrir verkamenn og aðra hópa.

„Þar sem Bretland verði varpað inn í heim í anda Mad Max myndanna og heimsendahugmynda. Þessi ótti um að kapphlaup verði að botninum eru ekki byggt á neinu, ekki sögunni, ekki áætlunum, og ekki hagsmunum,“ segir Davis meðal annars í ræðunni að því er BBC segir frá.

„En á sama tíma og ég er algerlega ósammála þeim - minnir það okkur á að við verðum að veita fullvissu.“ Sagði hann það hvorki vera í hagsmunum Breta né ESB að setja upp óþarfa viðskiptahindranir og vísaði í samevrópskar leyfisveitingar og staðla.

Sagði hann það hægt að ná fram ef báðir aðilar viðurkenndi staðla og reglur hvors annars, og lofaði hann því að Bretland muni halda áfram að mæta háum stöðum eftir að landið er komið út úr ESB.

Verkamannaflokkurinn hefur haldið því fram að eftir að útgangan hefur átt sér stað væri hægt að breyta Bretlandi í láglauna skattaparadís ef vilji íhaldsmanna um að taka upp samkeppnishæfara efnahagskerfi verði að veruleika.

Stikkorð: ESB Brexit David Davis
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is