Veritas Capital-samstæðan, sem inniheldur félög á borð við Vistor, Distica og Artasan, hagnaðist um 951 milljón króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 292 milljónir króna frá fyrra ári.

Samstæðan velti tæplega 25 milljörðum króna, samanborið við ríflega 20 milljarðra veltu árið áður. Eignir Veritas námu ríflega 10 milljörðum króna í árslok 2020 og eigið fé 3,5 milljörðum króna.

Hrund Rudolfsdóttir er forstjóri Veritas, en fjárfestirinn Hreggviður Jónsson á um 76% hlut í Veritas.