i8 Gallery seldi nokkuð af listaverkum eftir Birgi Andrésson, Ólaf Elíasson og Ragnar Kjartansson á listaverkamessunni The Armory Show í New York í síðustu viku.

Auður Jörundsdóttir hjá i8 Gallery, sem kynnti listamennina þrjá á messunni, segir hana hafa gengið mjög vel og fengið mikla umfjöllun þar sem norrænn fókus var á messunni.

„Við seldum svolítið af verkum og fengum góð sambönd og svo er ýmislegt í vinnslu því að hlutirnir gerast oft ekki alveg strax.“

Hér að neðan má sjá tvö verk eftir þá Ólaf Elíasson og Birgi Andrésson auk myndbands um þátttöku Ragnar Kjartansson á Feneyjartvíæringnum fyrir þremur árum.

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Ólafur Elíasson og eitt verka hans

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Verk eftir Birgi Andrésson

Verkið Endalokin eftir Ragnar Kjartansson var framlag Íslands til Feneyjartvíæringsins árið 2009. Verk Ragnar er tvíþætt. Annars vegar var um að ræða myndbanda- og tónlistarinnsetningu. Hinn hluti verksins fólst í því að Ragnar innréttaði istmálarastúdíó í fjórtándu aldar byggingu við Grand Canale-síkið. Þar málaði hann viðstöðulítið í hálft ár. Fyrirsætan var ætíð sú sama: maður í sundskýlu. Sá sötraði bjór og reykti á meðan Ragnar málaði hann.