Verkalýðsfélög í Grikklandi eru að snúasta gegn stjórnarflokkun Syriza og forsætisráðherranum Tsipras en þau hafa boðað til mótmæla gegn ríkisstjórninni í Grikklandi í dag. Bloomberg greinir frá.

Verkalýðsfélögin hafa verið meðal tryggustu stuðningsmanna vinstri stjórnar Syriza en núna hafa þau, í fyrsta skipti, boðað til verkfalls og mótmæla gegn stjórninni. Læknar, lyfjafræðingar auk opinberra starfsmanna munu hefja sólahrings verkfall klukkan 11 að staðartíma í dag.

Verkalýðsfélögin saka Tsipras um að hafa sýnt linkind gagnvart kröfuhöfum og hafa gripið til aðgerða sem bitna á verkamönnum.

Forsætisráðherran Tsipras og stjórnarflokkurnin Syriza komst til valda með yfirlýsingum um að flokkurinn myndi standa í hárinu á kröfuhöfum. Flokkurinn er nú að semja við kröfuhafa um niðurskurðaraðgerðir til að fá aukið lánsfjámagn.