Eftir að forsætisráðherrar Bretlands og Íslands - David Cameron og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - funduðu saman nú á dögunum var ákveðið að sérstök verkefnisstjórn yrði skipuð á vegum atvinnuvegaráðuneytis ríkisins. Þetta kemur fram í tilkynningu atvinnumálaráðuneytisins.

Verkefnisstjórn þessi mun hafa yfirumsjón með framgangi verkefna sem munu hafa mikil áhrif á lagningu sæstrengs.

Á fundi ríkisstjórnar í morgun var samþykkt að verkefnisstjórn þessi taki einnig við því verkefni að eiga könnunarviðræður við Breta um lagninguna.

Því verður verkefnisstjórnin stækkuð og fulltrúar forsætisráðuneytis og efnahagsráðuneytis munu ganga í hana.

Tekið er fram að athugun á verkefninu er á frumstigi á Íslandi og ákvarðanir um framhald þess mun krefjast mikillar umræðu og umhugsunar.