*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 20. janúar 2017 08:28

Verkfall hefur áhrif út fyrir landsteinana

Verkfall íslenskra sjómanna gæti haft áhrif á viðskiptasamband Íslands og hafnarbæjarins Grimsby í Bretlandi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verkfall íslenskra sjómanna hefur hefur áhrif fyrir utan landsteinana, en þingmaður Bretlands í Grimsby, Melanie Onn, hefur lýst yfir vonbrigðum sínum yfir viðbrögðum breska sjávarútvegsráðherrans, George Eustice. Frá þessu greint í Grimsby Telegraph.

Onn lagði fram spurningar fyrir ráðherrann vegna deilunnar, sem er nú á fimmtu viku, í kjölfar þess að hagsmunasamtök fiskkaupmanna höfðu samband við hana. Hún spurði meðal annars að því hvaða áhrif sjómannaverkfallið á Íslandi hefði á bresk fyrirtæki.

Einnig kemur fram að ráðherrann hafi ekki beðið um fund um málið. Jafnframt hafa áhrifin ekki verið könnuð. Onn leggur áherslu á því að viðhalda góðu sambandi við Ísland, þar sem að Bretar hyggist ganga úr Evrópusambandinu.

Fiskikaupmaður sem Grimsby Telegraph ræddi við sagði að fiskur hafi frekar hafi verið fluttur inn frá Noregi og Færeyjum - en þó séu þær birgðir ekki óendanlegar - og ef ekki næst að leysa sjómannadeiluna á Íslandi, gæti það haft alvarleg áhrif á áframhald viðskiptasamband Íslands og Grimsby.