Lang flestar ferðir í neðanjarðakerfi Lundúnaborgar munu tefjast af verkfalli næstu tvo sólarhringa.  Verkföllin eru vegna uppsagna hjá rekstaraðila samgöngukerfis Lundúna, Transport for London.

Samkvæmt vef Guardian fóru um 200 viðgerðarmenn í verkfall í gærkvöldi.  Seinnipartinn í dag er búist við því að þúsundir starfsmanna samgöngukerfisins muni leggja niður störf og enn fleiri kl. 21 í kvöld.

Ástæða verkfalla er sú, að verkalýðsfélög starfsmanna segja að öryggi verði stofnað í hættu með fækkun starfsfólks.

Þegar ber á töfum en Transport for Londo telja að þær verði mestar á morgun.