Verðmæti vörumerkis BP olíufélagsins hrynur samkvæmt könnun Business Week og Interbrand. Í fyrra var verðmæti vörumerkisins 3,7 milljarðar dala og var í 83. sæti listans, en Shell var þá í 91. sæti listans. Nú er vörumerki BP ekki að finna á listanum og vill Interbrand ekki gefa upp verðmæti þess. Telja sérfræðingar að það hafi lækkað gríðarlega vegna vegna olíulekans á Mexikóflóa. Vörumerki Shell er hins vegar komið í 81. sæti listans og er metið á 4. milljarða dala.