Framkvæmdir við Bónusverslunina í Spönginni í Grafarvogi ganga vel og er stefnt að opnun um mánaðamótin september/október. Verslunarrýmið verður rúmlega tvöfaldað. "Þetta gengur allt samkvæmt áætlun og í raun gott betur en það. Okkur sýnist ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að opna nýja og tvöflat stærri verslun í kringum 1. október," segir Auðunn Pálsson, umsjónarmaður verkefnisins, í frétt á heimasíðu Bónus.

Auðunn segir þar ennfremur að verslunin verði um 1400 fermetra, afgreiðslukössum verði fjölgað og rúmgóðir kælar verði fyrir mjólk og kjöt annars vegar og grænmeti hins vegar.

"Þetta verður mikill munur því gamla búðin er löngu búin að sprengja allt utan af sér. Viðskiptavinir okkar hafa sýnt okkur mikla þolinmæði og fyrir það viljum við þakka," segir Auðunn.