Hlutabréfamarkaður
Hlutabréfamarkaður
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Árangur vogunarsjóða á síðasta ársfjórðungi var sá versti síðan efnahagskreppan skall á af fullum þunga á haustmánuðum 2008. Nærri allar gerðir fjárfestingasjóða töpuðu peningum. Að meðaltali nam tap vogunarsjóða 5,5% á tímabilinu júlí til september 2011, að því er Financial Times greinir frá.

Sjóðum hefur gengið illa að ávaxta fé fjárfesta að undanförnu. FT hefur eftir markaðsaðilum að ástandið í dag sé svipað og það var á árinu 2008. Munurinn sé þó einkum sá að nú búist fjárfestar ekki við að stjórnvöld grípi í taumana, líkt og þeir gerðu 2008.