Nú liggja fyrir niðurstöður desembermánaðar úr tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar og Hotelbenchmark.com.

Rúmlega 17% samdráttur hefur orðið á  hótelnýtingu milli ára í Reykjavík en herbergjanýting lækkaði úr 43% í tæp 36% og má benda á mikla aukingu hótelherbegja í Reykjavík í því sambandi.

Í fréttabréfi SAF kemur fram að tekjur fyrir framboði herbergi í Reykjavík drógust saman um 15,7% milli ára (REV PAR).

Á landsbyggðinni var þessu hinsvegar öfugt farið.  Þar jókst herbergjanýtingin um 45%, fór úr tæpum 13.8% í 20%. Tekjur fyrir framboði herbergi (REV PAR) jukust hins vegar á landsbyggðinni um 9%.

Tekjurnar urðu ekki meiri á landsbyggðinni þrátt fyrir mikla aukningu á nýtingu.

Skýringin felst í lægra meðalverði herbergis.  Meðalverð á herbergi á landsbyggðinni í desember 2006 var  7.467 krónur en í desember í ár  5.610 krónur.