Bank of England hækkaði í dag stýrivexti um 0,25% í því skyni að halda vexti efnahagslífsins innan æskilegra marka. Vextir eru nú 4,75% og hafa hækkað fimm sinnum frá því í nóvember á síðasta ári.

Í tilkynningu frá Bank of England kemur fram að varað er við auknum verðbólguþrýstingi ásamt því sem vöxtur í efnahagslífinu hefur verið að þurrka hægt og sígandi upp umframframleiðslugetu.

Þá hefur verð á húsnæði verið að hækka um leið og neysla hefur aukist sem er ekki ósvipað því ástandi sem verið hefur á Íslandi undanfarna mánuði.