Þingflokkur VG óskar eftir því að fá afrit af öllum göngum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar, fundargerðir, erindisbréf, tölvupósta til og frá hópnum ásamt lista yfir gesti og viðmælendur. Þá vill þingflokkurinn fá að sjá tillögurnar sem hópurinn hefur þegar skilað af sér til ráðherranefndar um ríkisfjármál.

Í tilkynningu frá þingflokksformanninum Svandísi Svavarsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, var beiðnin send til forsætisráðuneytis nú í morgun. Þingflokkurinn vísar til upplýsingalaga í beiðni sinni.

Beiðnin í heild sinni:

„Með vísan til upplýsingalaga og í ljósi yfirstandandi umfjöllunar á Alþingi um fjárlagafrumvarp og tengd mál óskar þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eftir afriti af öllum gögnum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sem tók til starfa samkvæmt erindisbréfi 5. júlí 2013. Óskað er eftir erindisbréfinu, fundargerðum, tölvupóstum til hópsins og frá honum auk lista yfir gesti og viðmælendur hópsins. Jafnframt er óskað eftir greinargerðum og skjölum  öðrum en ófrágengnum vinnugögnum. Loks er óskað eftir þeim tillögum sem hópurinn hefur þegar skilað af sér til ráðherranefndar um ríkisfjármál.“