VÍB tekur þátt í átakinu Allir lesa , en markmið þess er að auka lestur óháð tegund bókmennta eða formi þeirra.

VÍB leggur sitt lóð á vogarskálarnar með lista yfir fjármálabækur sem fólk úr öllum áttum mælir sérstaklega með. Meðal fólks á listanum er Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, en hann mælir með bókinni Irrational Exuberance eftir Robert Shiller. Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, hvetur fólk til að lesa bókina Alchemy of Finance eftir George Soros og Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, mælir með bókinni Flash Boys eftir Michael Lewis.

Bækurnar eru fjölbreyttar og fjalla um allt frá fræðibókum að áhugaverðum frásögnum úr viðskiptalífinu. Listann má sjá á vefsíðu VÍB.