Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það vonbrigði að bandarísk stjórnvöld hyggist grípa til ráðstafana vegna hvalveiða Íslendinga. Innanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur gert Bandaríkjaforseta grein fyrir útnefningu Íslands samkvæmt Pelly-ákvæðinu svokallaða. Útnefningin byggist á því að bandarísk stjórnvöld telja að hvalveiðar Íslendinga grafi undan verndun hvalastofna.

Sigurður Ingi segir hvorki lagalegan né vísindalegan grundvöll fyrir aðgerðum Bandaríkjanna vegna hvalveiða Íslendinga. Fyrir liggi að veiðar Íslendinga eru löglegar og alþjóðleg viðskipti Íslands með hvalaafurði eru í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Ráðherra segir hafið yfir allan vafa að veiðarnar séu sjálfbærar og vísindagrundvöllur þeirra sé traustur.

Þá bendir Sigurður Ingi á að vísindaleg göng sýni að veiðar Íslendinga á langreyði Íslendinga séu ekki síður sjálfbærar en norðhvalveiðar  Bandaríkjamanna og bandarísk stjórnvöld séu því ekki sjálfum sér samkvæm þegar þau gagnrýna veiðar Íslendinga.