Breska þungarokkssveitin Iron Maiden lagði nýverið í fimm mánaða ferðalag þar sem ætlunin er að heimsækja 36 lönd. Til að komast auðveldlega á milli staða leigði hljómsveitin Boeing 747 þotu af hinu íslenska Air Atlanta.

Ferðalagið byrjaði þó ekki betur en svo að við flugstöðina í Santiago í Chile skullu vinstri hreyflar flugvélarinnar utan í dráttarbíl. Áreksturinn var svo harður að skipta þurfti út hreyflunum. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðunni turisti.is í dag.

Flugvirkjar voru flognir inn frá Íslandi og varahlutir frá öllum heimsins hornum og eftir nokkurra daga vinnu komst vélin á loft á ný. Viðgerðin kostaði hins vegar um 8 milljónir dollara eða um 980 milljónir íslenskar krónur samkvæmt frétt danska flugritsins Check-in.dk.

Söngvari og forsprakki hljómsveitarinnar, Bruce Dickenson, mun sjálfur sjá um að fljúga vélinni en hann flaug, eins og frægt var, með farþega Iceland Express um árabil.