„Stoðir eiga í samningaviðræðum við Landsbankann um það að Landsbankinn hafi umsjón með söluferli TM, meira get ég ekki sagt á þessu stigi málsins,“ segir Júlíus Þorfinnssson, framkvæmdastjóri Stoða.

Júlíus Þorfinnsson
Júlíus Þorfinnsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Allt útlit er fyrir að Landsbankinn muni sjá um útboð á Tryggingamiðstöðinni, sem er í eigu Stoða, sem aftur er að stærstum hluta í eigu Landsbankans, Arion Banka og Glitnis.

Rætt hefur verið um að félagið verði selt strax á fyrsta fjórðungi næsta árs en algerlega er óvíst hvort TM verður skráð á markað í kauphöllinni eins og margir virðast reikna með.

Fyrir liggur að eigendur þess vilja selja það en allt eins mun koma til greina að selja TM í heilu lagi ef hægt er.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)