John Bryson, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, er farinn í veikindaleyfi og tekur Rebecca Blank aðstoðarráðherra sæti hans á meðan.

Ástæðan fyrir því að Bryson, sem er 68 ára, fer í leyfið er sú að talið er að hann hafi ekið á bíl í tvígang í nágrenni Los Angeles á laugardag. Bryson fannst meðvitundarlaus á seinni slysstaðnum og segist lítið muna eftir því hvað gerðist, samkvæmt umfjöllun bandarísku fréttastofunnar CBS af málinu.

Þetta er annað skiptið á stuttum tíma sem Blank tekur við sem ráðherra á stuttum tíma. Þegar Barack Obama gerði Gary Lock, þáverandi viðskiptaráðherra, að sendiherrar Bandaríkjanna í Kína í ágúst í fyrra tók Blank við embætti hans. Hún sat fram í október sama ár þegar Bryson tók við.